Góður leikur LeBron dugði ekki til

LeBron James undir körfu Brooklyn Nets í nótt.
LeBron James undir körfu Brooklyn Nets í nótt. AFP

LeBron James og félagar hans í Los Angeles Lakers máttu sætta sig við tap gegn Brooklyn Nets 115:110 í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

D'Angelo Russell skoraði 22 stig fyrir Brooklyn Nets og tók 13 fráköst og náði fram smá hefndum gegn Lakers. Félagið tók hann í nýliðavali árið 2015 en lét hann fara tveimur árum síðar þar sem menn voru ekki ánægðir með byrjun hans í deildinni. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers eins og oftast áður en hann skoraði 36 stig og tók 13 fráköst.

Cleveland vann aðeins sinn áttunda sigur á tímabilinu þegar það lagði Indiana að velli 92:91. Larry Nance Jr. skoraði sigurkörfuna með flautkörfu. Rodney Hood var stigahæstur í liði Cleveland með 17 stig en liðið lék til úrslita um meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið missti LeBron James í sumar og hefur gengið illa að aðlagast þeim missi.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Indiana 91:92
LA Lakers - Brooklyn 110:115
Washington - Atlanta 110:118
Dallas - Denver 118:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert