Grindavík vann framlengdan spennuleik

Jordy Kuiper átti afar góðan leik í dramatískum sigri.
Jordy Kuiper átti afar góðan leik í dramatískum sigri. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik var hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta leik í Dominos-deild karla í körfubolta síðan í október er liðið fékk heimsókn frá Grindavík í kvöld. Eftir framlengdan spennuleik hafði Grindavík hins vegar betur, 104:103. 

Leikurinn var kaflaskiptur og unnu liðin leikhlutana til skiptis. Staðan í hálfleik var 46:44, Grindavík í vil, og var Grindavík með sex stiga forskot fyrir fjórða leikhlutann. Í honum tókst Breiðabliki hins vegar að jafna og tryggja sér framlengingu. 

Í framlengingunni var Grindavík hins vegar ögn sterkari aðilinn. Jordy Kuiper átti góðan leik fyrir Grindavík og skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Lewis Clinch bætti við 21 stigi og Ólafur Ólafsson skoraði 19 stig. Kofi Omar Josephs var stigahæstur hjá Breiðabliki með 25 stig og Erlendur Ágúst Stefánsson skoraði 22 stig. 

Íslandsmeistarar KR unnu sannfærandi 94:78-útisigur á Skallagrími í Borgarnesi. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 28:16 og litu ekki til baka eftir það. 

Julian Boyd skoraði 23 stig fyrir KR og Kristófer Acox skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Gabríel Sindri Möller skoraði 19 stig fyrir Skallagrím og Aundre Jackson bætti við 11 stigum. 

Skallagrímur - KR 78:94

Borgarnes, Úrvalsdeild karla, 6. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:9, 4:21, 9:23, 16:28, 19:30, 25:36, 27:41, 37:51, 37:58, 43:63, 45:74, 53:74, 55:79, 63:83, 70:87, 78:94.

Skallagrímur: Gabríel Sindri Möller 19, Aundre Jackson 17/11 fráköst, Domogoj Samac 12/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst/10 stoðsendingar, Matej Buovac 7, Bjarni Guðmann Jónson 6, Arnar Smári Bjarnason 4, Kristján Örn Ómarsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

KR: Julian Boyd 23/4 fráköst, Kristófer Acox 21/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 15/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dino Stipcic 9, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst, Björn Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 3, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 2, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 254

Breiðablik - Grindavík 103:104

Smárinn, Úrvalsdeild karla, 6. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:13, 7:18, 13:24, 24:30, 26:38, 35:40, 38:42, 44:46, 50:54, 57:64, 68:72, 72:78, 76:81, 81:85, 86:87, 94:94, 96:97, 103:104.

Breiðablik: Kofi Omar Josephs 25/5 fráköst/5 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 22, Snorri Vignisson 17/14 fráköst, Hilmar Pétursson 12/11 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 12/9 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8/4 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 7.

Fráköst: 43 í vörn, 6 í sókn.

Grindavík: Jordy Kuiper 31/11 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 8.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert