Valsmenn sterkari á lokakaflanum

Kendall Anthony átti stórleik fyrir Val.
Kendall Anthony átti stórleik fyrir Val. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Valur vann góðan tíu stiga útisigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 102:92. Valsmenn voru yfir nánast allan leikinn en Haukum tókst að minnka muninn í eitt stig tæplega fimm mínútum fyrir leikslok. Valur var hins vegar mun sterkari aðilinn í blálokin og tryggði sér verðskuldaðan sigur. 

Kendall Anthony spilaði sinn síðasta leik fyrir Val og kvaddi með stórleik. Hann skoraði 38 stig, tók tvö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Nafnarnir Illugi Auðunsson og Illugi Steingrímsson komu þar á eftir með 13 stig. Russell Woods skoraði 20 stig fyrir Hauka og Haukur Óskarsson bætti við 16 stigum. 

Með sigrinum fóru Valsmenn upp í átta stig og upp að hlið Hauka og ÍR í 8.-10. sæti deildarinnar. 

Haukar - Valur 92:102

Schenker-höllin, Úrvalsdeild karla, 6. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:5, 10:15, 15:24, 22:31, 29:37, 34:45, 42:53, 45:58, 51:60, 56:67, 64:74, 72:78, 80:80, 84:88, 89:96, 92:102.

Haukar: Russell Woods Jr. 20/5 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Hjálmar Stefánsson 14/11 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 11/4 fráköst, Kristinn Marinósson 11/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 10/4 fráköst, Ori Garmizo 8/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Valur: Kendall Lamont Anthony 38/7 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 13/6 fráköst, Illugi Auðunsson 13/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 12, Gunnar Ingi Harðarson 12/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 11/10 fráköst/3 varin skot, Benedikt Blöndal 3.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 227

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert