Bið í að LeBron snúi aftur inn á völlinn

LeBron James.
LeBron James. AFP

Stórstjarnan LeBron James verður frá keppni í að minnsta kosti eina viku til viðbótar en hann er að jafna sig eftir nárameiðsli sem hafa verið að angra hann.

LeBron hefur ekki spilað með Los Angeles Lakers frá því hann haltraði af velli í leik gegn meisturunum í Golden State Warriors á jóladag.

Án LeBron James hefur Lakers tapað fimm af þeim átta leikjum sem liðið hefur spilað er í áttunda sæti í Vesturdeildinni. Liðið hefur unnið 23 leiki en tapað 19.

mbl.is