Ragna sneri aftur eftir höfuðhögg

Ragna Margrét Brynjarsdóttir í landsleik.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragna Mar­grét Brynj­ars­dótt­ir, landsliðskona í körfuknatt­leik, sneri aftur á völlinn með Stjörnunni í gærkvöld eftir að hafa verið frá keppni frá því í fe­brú­ar á síðasta ári eft­ir höfuðhögg sem hún fékk í leik.

Ragna Margrét fékk þá högg í leik Stjörn­unn­ar og Snæ­fells en hún tjáði Morgunblaðinu um liðna helgi að hún væri byrjuð að æfa með Stjörnunni á ný. Hún taldi þó eitthvað vera í að hún myndi spila aftur, en þvert á móti spilaði hún í gærkvöld.

Stjarnan heimsótti Keflavík í Dominos-deildinni og þurfti að sætta sig við tap 68:59. Ragna Margrét spilaði í rúmar 12 mínútur, skoraði sjö stig og tók eitt frákast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert