Valur fór illa að ráði sínu

Hart barist í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld.
Hart barist í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. mbl.is/Hari

Valsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Tindastóli á útivelli í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Þegar skammt var til leiksloka voru Valsmenn 11 stigum yfir en Stólunum tókst að jafna metin og knýja fram framlengingu en Danero Thomas tryggði sínum mönnum framlengingu þegar hann setti niður þriggja stiga körfu 3 sekúndum fyrir leikslok. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari, þeir höfðu betur 97:94 og eru áfram í öðru sæti á eftir Njarðvíkingum sem fögnuðu sigri gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Thomas var stigahæstur í liði Tindastóls með 23 stig og Brynjar Þór Björnsson skoraði 22. Aleks Simeonov skoraði 16 stig fyrir Valsmenn. Hvorki Urald King né Pétur Rúnar Birgisson léku með Stólunum í kvöld.

Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með botnlið Breiðabliks í Ásgarði en Garðbæjarliðið vann stórsigur 102:73. Hlynur Elías Bæringsson skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna en hjá Blikunum var Kofi Omar Josephs stigahæstur með 19 stig.

Grindavík lagði Skallagrím á heimavelli 90:83. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 26 stig en hjá Skallagrími var Aundre Jackson með 35 stig.

Tindastóll - Valur 97:94

Gangur leiksins: 4:6, 12:10, 14:21, 16:25, 23:29, 31:36, 34:44, 41:49, 47:51, 52:55, 58:61, 67:68, 70:74, 70:81, 81:83, 84:84, 92:86, 97:94.

Tindastóll: Danero Thomas 23/10 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Butorac 18/8 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 14/7 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Viðar Ágústsson 3/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Axel Kárason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Aleks Simeonov 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 14/4 fráköst, Dominique Deon Rambo 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 14, Austin Magnus Bracey 13, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 11/5 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Stjarnan - Breiðablik 102:73

Gangur leiksins: 7:5, 11:11, 18:13, 27:15, 36:25, 40:32, 49:40, 57:44, 62:46, 67:48, 79:48, 85:51, 88:58, 92:67, 97:70, 102:73.

Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/9 fráköst, Antti Kanervo 18/6 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/4 fráköst, Brandon Rozzell 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Ægir Þór Steinarsson 7/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Breiðablik: Kofi Omar Josephs 19, Jameel Mc Kay 13/16 fráköst, Hilmar Pétursson 12/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 12, Árni Elmar Hrafnsson 6, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Matthías Örn Karelsson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík - Skallagrímur 90:83

Gangur leiksins: 5:6, 7:15, 20:17, 30:26, 32:26, 38:33, 41:39, 49:41, 53:45, 56:50, 58:54, 69:61, 73:66, 78:73, 80:79, 90:83.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 14/5 fráköst, Jordy Kuiper 13/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 10, Jens Valgeir Óskarsson 4, Johann Arni Olafsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 3.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Skallagrímur: Aundre Jackson 35/10 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 13/6 fráköst, Matej Buovac 12, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/12 fráköst, Domogoj Samac 4/13 fráköst, Gabríel Sindri Möller 4, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4/7 fráköst/11 stoðsendingar.

Fráköst: 38 í vörn, 13 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert