Góðir sigrar toppliðanna

Þórsarar ætla sér sæti í efstu deild á ný.
Þórsarar ætla sér sæti í efstu deild á ný.

Þór Akureyri er enn með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir góðan 107:93-heimasigur á Hamri í kvöld. Fjölnismenn eru enn í öðru sæti eftir afar sannfærandi 103:61-sigur á Sindra á heimavelli. 

Hamarsmenn byrjuðu betur á Akureyri og var staðan eftir fyrsta leikhluta 26:24. Þórsarar voru sterkir í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 52:46 og var sigur toppliðsins ekki í hættu í síðari hálfleik. 

Larry Thomas átti afar góðan leik fyrir Þór og skoraði 36 stig og tók 11 fráköst og Damir Mijic bætti við 23 stigum. Everage Richardson skoraði 21 stig fyrir Hamar og Oddur Ólafsson 16 stig. 

Sigur Fjölnis á Sindra var aldrei í hættu og var staðan 55:28 í hálfleik og síðari hálfleikurinn formsatriði fyrir Fjölni. Marques Oliver skoraði 36 stig og tók 17 fráköst fyrir Fjölni og Srdan Stojanovic skoraði 13 stig. Matic Macek skoraði 21 stig fyrir Sindra.

Snæfell er enn á botninum og án stiga eftir 72:58-tap fyrir Selfossi á heimavelli. Marvin Smith skoraði 29 stig og tók 14 fráköst fyrir Snæfell og Dominykas Zupkauskas skoraði 17 stig fyrir Snæfell. 

Snæfell - Selfoss 58:72

Stykkishólmur, 1. deild karla, 11. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 6:0, 10:6, 12:11, 14:16, 22:18, 26:31, 26:32, 28:37, 31:39, 33:41, 39:48, 46:53, 48:55, 53:61, 53:66, 58:72.

Snæfell: Dominykas Zupkauskas 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Darrell Flake 14/13 fráköst, Ísak Örn Baldursson 11/5 fráköst, Ellert Þór Hermundarson 5, Rúnar Þór Ragnarsson 4/6 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 2, Benjamín Ómar Kristjánsson 2, Dawid Einar Karlsson 2, Sæþór Sumarliðason 1.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Selfoss: Marvin Smith Jr. 29/14 fráköst, Chaed Brandon Wellian 11/4 fráköst, Ari Gylfason 9/8 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 5, Hlynur Freyr Einarsson 4/4 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Hlynur Hreinsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Agnar Gudjonsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Fjölnir - Sindri 103:61

Dalhús, 1. deild karla, 11. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 6:5, 14:5, 23:9, 32:14, 39:17, 43:22, 51:22, 55:28, 61:33, 69:41, 76:41, 82:49, 87:49, 95:55, 101:59, 103:61.

Fjölnir: Marques Oliver 36/17 fráköst/4 varin skot, Srdan Stojanovic 13/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 10, Rafn Kristján Kristjánsson 9/8 fráköst, Róbert Sigurðsson 9/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 6, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/4 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 4, Alexander Þór Hafþórsson 4/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Egill Agnar Októsson 2.

Fráköst: 40 í vörn, 13 í sókn.

Sindri: Matic Macek 21, Árni Birgir Þorvarðarson 16/8 fráköst, Nikolas Susa 15/8 fráköst, Friðrik Hrafn Jóhannsson 4, Hallmar Hallsson 3, Gísli Þórarinn Hallsson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Þór Ak. - Hamar 107:93

Höllin Ak, 1. deild karla, 11. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:4, 8:15, 14:23, 24:26, 27:28, 33:38, 43:41, 52:46, 57:50, 69:55, 72:60, 78:69, 86:72, 95:75, 100:85, 107:93.

Þór Ak.: Larry Thomas 36/11 fráköst/7 stoðsendingar, Damir Mijic 23, Júlíus Orri Ágústsson 14/8 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Pálmi Geir Jónsson 8/7 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 8, Bjarni Rúnar Lárusson 5, Gunnar Auðunn Jónsson 2, Kristján Pétur Andrésson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Hamar: Everage Lee Richardson 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 16/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 12, Florijan Jovanov 10, Geir Elías Úlfur Helgason 9, Marko Milekic 8/8 fráköst/3 varin skot, Dovydas Strasunskas 6, Kristófer Gíslason 6/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 5.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is