ÍR-ingar fóru illa með Hauka

ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld.
ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR vann afar sannfærandi 92:74-sigur á Haukum er liðin mættust í Hertz-hellinum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 40:33, ÍR í vil og heimamenn héldu áfram að bæta í forskotið út leikinn.

Sigurinn er sá fyrsti hjá ÍR í fimm leikjum eða síðan liðið vann Val þann 14. nóvember á síðasta ári. Haukar eru nú búnir að tapa fimm leikjum í röð og sex af síðustu sjö. 

Kevin Capers var stigahæstur hjá ÍR með 24 stig og Gerald Robinson skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti svo við 13 stigum og sjö fráköstum. Russell Woods var stigahæstur hjá Haukum með 20 stig og Haukur Óskarsson gerði 15. 

Með sigrinum fóru ÍR-ingar upp í tíu stig og er liðið í áttunda sæti og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Haukar eru í 10. sæti með átta stig, fjórum stigum meira en Skallagrímur sem er í fallsæti. 

ÍR - Haukar 92:74

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 11. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:0, 8:3, 10:10, 13:17, 23:20, 28:22, 35:29, 40:33, 47:39, 57:50, 59:52, 70:54, 73:61, 83:61, 90:66, 92:74.

ÍR: Kevin Capers 24/5 fráköst, Gerald Robinson 19/13 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9, Skúli Kristjánsson 7, Trausti Eiríksson 5, Matthías Orri Sigurðarson 5/5 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Russell Woods Jr. 20/8 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Hjálmar Stefánsson 13/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 9/11 fráköst, Ori Garmizo 6/9 fráköst, Kristinn Marinósson 5, Hilmar Smári Henningsson 4, Arnór Bjarki Ívarsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 129

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert