Curry varð þriðji hæsti í sigri Golden State

Stephen Curry
Stephen Curry AFP

Körfuboltastjarnan Stephen Curry varð í nótt þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum er hann skoraði fimm þriggja stiga körfur í 146:109-sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en níu leikir fóru fram í deildinni.

Curry var tveimur þriggja stiga körfum frá meti Jason Terry og hann jafnaði það og sló í þriðja leikhluta leiksins. Curry, sem er þrítugur, hefur nú skoraði 2.285 þriggja stiga körfur í 655 leikjum. Annar er Reggie Miller með 2.560 þrista í 1.389 leikjum og efstur er Ray Allen með 2.973 þrista í 1.300 leikjum.

Í Houston átti annað magnað atvik sér stað er James Harden átti enn einn stórleikinn fyrir Houston Rockets í 141:113-sigri á Cleveland Cavaliers. Harden var með þrefalda tvennu í leiknum, þá þriðju í síðustu sex leikjum, en hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

Það ótrúlega er að hann spilaði aðeins í tæpan hálftíma eða 29 mínútur og 34 sekúndur. Engum hefur tekist að næla í þrennu á svo stuttum tíma í sögu NBA-deildarinnar.

Úrslitin
Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121:123
Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113:106
New York Knicks - Indiana Pacers 106:121
Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122:105
Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141:113
Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115:119
Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127:96
Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113:95
Golden State Warriors - Chicago Bulls 146:109

James Harden (nr. 13) var ekki lengi að setja þrennu …
James Harden (nr. 13) var ekki lengi að setja þrennu í nótt. AFP
mbl.is