Höttur upp í þriðja sæti

Höttur vann góðan sigur á Vestra í dag.
Höttur vann góðan sigur á Vestra í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur komst í dag upp í þriðja sæti 1. deildar karla í körfubolta með 87:60-útisigri á Vestra. Hattarmenn náðu völdunum strax í byrjun og var staðan 47:28 í hálfleik og reyndist síðari hálfleikurinn formsatriði fyrir Hött. 

Charles Clark skoraði 26 stig fyrir Hött og André Huges og Eysteinn Bjarni Ævarsson gerðu 18 stig. Nemanja Knezevic skoraði 18 stig og tók 21 frákast fyrir Hött. 

Höttur er nú með 16 stig, sex stigum frá toppliði Þórs Akureyrar, en Vestri er sæti neðar með 14 stig. 

mbl.is