Keflavík vann toppslaginn í spennuleik

Brittanny Dinkins var algjörlega frábær og skoraði helming stiga Keflavíkur …
Brittanny Dinkins var algjörlega frábær og skoraði helming stiga Keflavíkur í toppslagnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík jafnaði KR að stigum á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli, 82:78, í toppslag í Stykkishólmi í kvöld.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og ljóst að sigurliðið myndi jafna KR á toppnum. Leikurinn var jafn framan af en í hálfleik var Snæfell með tíu stiga forskot 40:30. Snæfell var enn með forskot fram í fjórða leikhluta, en undir lokin voru það Keflvíkingar sem sigu fram úr og uppskáru fjögurra stiga sigur 82:78.

Brittanny Dinkins var frábær hjá Keflavík og var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði helming stiga liðsins, 41 stig, og tók 14 fráköst. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir kom næst með 18 stig. Hjá Snæfelli skoraði Angelika Kowalska 27 stig og Kristen McCarthy 25 stig auk þess að taka 10 fráköst.

Snæfell - Keflavík 78:82

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 14. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:4, 9:7, 15:9, 17:15, 27:18, 27:23, 34:25, 40:30, 46:36, 50:43, 52:48, 57:55, 65:60, 70:67, 70:72, 78:82.

Snæfell: Angelika Kowalska 27/5 fráköst, Kristen Denise McCarthy 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Katarina Matijevic 4/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 41/14 fráköst/9 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst/8 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 7/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, María Jónsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Agnar Guðjónsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert