Ótrúlegt tímabil Harden náði nýjum hæðum

James Harden fór af kostum í nótt.
James Harden fór af kostum í nótt. AFP

James Harden er besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Hann sýndi það enn og aftur í nótt er hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 57 stig fyrir Houston Rockets í 112:94-sigri á Memphis Grizzlies á heimavelli. 

Harden tók auk þess níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Harden sá nánast um að vinna leikinn einn síns liðs því næsti maður í stigaskori var Danuel House með 15 stig. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Memphis í 14. sæti. 

Utah Jazz vann sinn fjórða sigur í röð þegar Detroit Pistons kom í heimsókn, 100:94. Donovan Mitchell átti góðan leik fyrir Utah og skoraði 28 stig og Rudy Gobert skoraði 18 og tók 25 fráköst. 

Þá vann Sacramento Kings sinn þriðja sigur í röð á heimavelli gegn Portland Trail Blazers, 115:107. Buddy Hield var stigahæstur í jöfnu liði Sacramento með 19 stig og stórleikur Damian Lillard dugði skammt fyrir Portland en hann skoraði 35 stig. 

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 
Brooklyn Nets - Boston Celtics 109:102
Houston Rockets - Memphis Grizzlies 112:94
San Antonio Spurs - Charlotte Hornets 93:108
Utah Jazz - Detroit Pistons 100:94
Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 115:107
Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 117:121

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert