58 stig frá Harden dugðu ekki til

James Harden skoraði 58 stig í nótt.
James Harden skoraði 58 stig í nótt. AFP

Meistararnir í Golden State Warriros eru á góðu róli í NBA-deildinni í körfuknattleik en þeir unnu í nótt lið New Orleans 147:140.

Steven Curry var öflugur í liði Golden State en hann skoraði 41 stig, þar af níu þriggja stiga körfur, Kevin Durant var með 30 stig og 15 fráköst og Klay Thompson skoraði 19. Hjá New Orleans var Anthony Davis stigahæstur með 30 stig.

Blake Griffin skoraði 30 stig fyrir Detroit Pistons í sigri liðsins gegn Orlando Magic 120:115 í framlengdum leik. Andre Drummond skoraði 14 stig fyrir Detroit og tók 21 frákast. Nikol Vucevic og Terrence Ross voru með 24 stig hvor fyrir Orlando.

287 stig voru skoruð þegar Brooklyn Nets hafði betur gegn Houston Rockets 145:142 í framlengdum leik. Spencer Dinwidde skoraði 33 stig fyrir Brooklyn en hjá Houston var James Harden allt í öllu en hann skoraði 58 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Í síðasta leik Houston skoraði Harden 57 stig. Hann hefur skorað í það minnsta 30 stig í átján leikjum í röð og hefur skorað 40 stig eða meira í níu af síðustu tólf leikjum Houston.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Orlando 120:115 (framl.)
Boston - Toronto 117:108
Memphis - Milwaukee 101:111
Houston - Brooklyn 142:145
Dallas - SA Spurs 101:105
Portland - Cleveland 129:112
Golden State - New Orleans 147:140 (framl.)
LA Clippers - Utah 109:129

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert