ÍR fór illa með Breiðablik

Gerald Robinson átti glæsilegan leik.
Gerald Robinson átti glæsilegan leik. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Breiðablik á útivelli, 96:68, er liðin mættust í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór ÍR upp í 12 stig og styrkti stöðu sína í áttunda sæti. 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26:22, ÍR í vil. ÍR hreinlega valtaði yfir Breiðablik í næstu tveimur leikhlutum og var staðan 82:39, ÍR í vil, fyrir síðasta leikhlutann. Fjórði leikhluti var algjört formsatriði fyrir ÍR, sem gat leyft sér að slaka á í lokin. 

Gerald Robinson átti góðan leik fyrir ÍR og skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Kevin Capers skoraði 29 stig og tók átta fráköst. Sæþór Elmar Kristjánsson kom þar á eftir með 13 stig. Jameel Mc Kay var stigahæstur hjá Breiðabliki með 15 stig. 

Breiðablik er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig og er liðið búið að tapa níu leikjum í röð. 

Breiðablik - ÍR 68:99

Smárinn, Úrvalsdeild karla, 18. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:10, 9:12, 16:19, 22:26, 24:36, 28:40, 28:47, 30:58, 30:66, 33:70, 33:80, 39:82, 49:84, 55:87, 63:93, 68:99.

Breiðablik: Jameel Mc Kay 15/7 fráköst, Kofi Omar Josephs 14/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 10, Snorri Vignisson 9/6 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 5, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Arnór Hermannsson 2, Hilmar Pétursson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Gerald Robinson 36/17 fráköst, Kevin Capers 29/8 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3, Trausti Eiríksson 2/4 fráköst, Hafliði Jökull Jóhannesson 2, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2, Skúli Kristjánsson 2, Matthías Orri Sigurðarson 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert