Grindavík hrundi eins og spilaborg

Michael Craion sækir að vörn Grindavíkur í kvöld.
Michael Craion sækir að vörn Grindavíkur í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík og Grindavík mættust í kvöld í Bluehöll þeirra Keflvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta. Fyrir leik voru Keflvíkingar í 5 sæti með 16 stig og gátu með sigri jafnað KR í 4. – 5. sæti. Grindvíkingar hins vegar gátu með sigri jafnað Keflvíkinga í 5. sætinu.

Eftir nokkuð óvenjulega rólegan leik voru það Keflvíkingar sem höfðu sigur að lokum 88:77. Allt leit þetta nokkuð vel út hjá Grindvíkingum sem leiddu í leikhléi en leikur þeirra hrundi eins og spilaborg í seinni hálfleik og heimamenn þökkuðu fyrir tvö stig í sarpinn og eru nú komnir í fjórða sætið með KR. 

Michael Craion leiddi Keflvíkinga með 24 stig en hjá Grindavík var það S. Arnar Björnsson með 23 stig. 

Keflavík - Grindavík 88:77

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 18. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:0, 10:7, 16:14, 21:20, 25:29, 27:36, 33:40, 42:46, 48:53, 55:56, 63:58, 70:64, 70:66, 76:66, 83:70, 88:77.

Keflavík: Michael Craion 24/17 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Mindaugas Kacinas 18/10 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11, Magnús Már Traustason 8/4 fráköst, Reggie Dupree 5, Ágúst Orrason 3, Mantas Mockevicius 3/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 23, Jordy Kuiper 17/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 15/5 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 8/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Nökkvi Már Nökkvason 1.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Garðarsson, Davíð Tómas Tómasson.

Keflavík 88:77 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert