Harden fer með himinskautum

James Harden halda engin bönd um þessar mundir.
James Harden halda engin bönd um þessar mundir. AFP

James Harden hélt uppteknum hætti í nótt þegar hann skoraði 48 stig í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í framlengdum leik í Houston, 138:134.

Harden skoraði 48 stig í leiknum, sem er reyndar það minnsta hjá honum í síðustu þremur leikjunum, en hann hefur nú gert 30 stig eða meira í 19 leikjum í röð. Aðeins goðsögnin Wilt Chamberlain hefur gert betur en það í sögu NBA.

Þá hefur Harden gert 163 stig í síðustu þremur leikjum Houston, 48, 57 og 58, og það er hæsta skor í þremur leikjum í deildinni síðan Kobe Bryant gerði 175 stig í þremur leikjum fyrir Lakers í mars 2007.

Leikurinn var líka ótrúlega sveiflukenndur því Houston lenti um tíma 21 stigi undir en náði að jafna og vinna í framlengingunni.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - Oklahoma City 115:117
Charlotte - Phoenix 135:115
Detroit - Sacramento 101:103
Indiana - Dallas 111:99
Orlando - Milwaukee 108:118
Atlanta - Boston 105:113
Toronto - Memphis 119:90
Chicago - Miami 103:117
Houston - LA Lakers 138:134 (framlengt)
Denver - Cleveland 124:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert