Stjarnan keyrði yfir Skallagrím

Danielle Rodriguez skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna gegn Skallagrími.
Danielle Rodriguez skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna gegn Skallagrími. mbl.is/Hari

Stjarnan er komin áfram í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur gegn Skallagrími í átta liða úrslitum keppninnar í Garðabænum í dag en leiknum lauk með 22 stiga sigri Stjörnunnar, 71:49.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta héldu Skallarnir í við Garðbæinga og var munurinn á liðunum átta stig í hálfleik, 37:29. Slæmur þriðji leikhluti varð Skallagrími að falli og Stjarnan fagnaði að lokum öruggum sigri.

Danielle Rodriguez var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 20 stig, sex fráköst og 9 stoðsendingar og þá skoraði Bríet Sif Hinriksdóttir 17 stig fyrir Stjörnuna. Hjá Skallagrími var Brianna Banks stigahæst með 17 stig og sex fráköst.

Stjarnan - Skallagrímur 71:49

Mathús Garðabæjar höllin, Bikarkeppni kvenna, 20. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:6, 12:6, 16:12, 20:14, 25:14, 32:23, 35:26, 37:29, 37:29, 42:33, 50:35, 56:39, 58:41, 63:43, 66:45, 71:49.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/6 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 17, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 9/6 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 7, Veronika Dzhikova 7/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Skallagrímur: Brianna Banks 17/6 fráköst, Shequila Joseph 16/13 fráköst, Ines Kerin 6, Maja Michalska 2/4 fráköst, Þórunn Birta Þórðardóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 112

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert