Harden toppaði sig algjörlega í nótt

James Harden með boltann gegn New York Knicks í Madison …
James Harden með boltann gegn New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. AFP

James Harden hefur slegið í gegn í NBA-deildinni í körfuknattleik á tímabilinu en í nótt toppaði hann sig algjörlega þegar Houston Rockets vann New York Knicks, 114:110.

Harden, sem á dögunum varð aðeins annar í sögunni til þess að skora 30 stig eða meira í 20 leikjum í röð, skoraði hvorki fleiri né færri en 61 stig fyrir Houston í leiknum sem fram fór í Madison Square Garden. Hefur hann oft skorað mikið en aldrei jafn mikið í einum leik á ferlinum og nú. Þá hefur enginn leikmaður deildarinnar í ár skorað jafn mikið í einum leik, en að auki tók hann 15 fráköst.

Indiana Pacers varð fyrir áfalli í sigri á Toronto Raptors, 110:106, en stjarna þeirra Victor Oladipo var borinn af velli í fyrri hálfleik. Er hann að öllum líkindum alvarlega meiddur á hné og gæti verið úr leik fram á sumar. Hann er stigahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Indiana Pacers – Toronto Raptors 110:106
Boston Celtics – Cleveland Cavaliers 123:103
Brooklyn Nets – Orlando Magic 114:110
Miami Heat – Los Angeles Clippers 99:111
New York Knicks – Houston Rockets 110:114
Philadelphia 76ers – San Antonio Spurs 122:120
Chicago Bulls – Atlanta Hawks 101:121
Memphis Grizzlies – Charlotte Hornets 107:118
New Orleans Pelicans – Detroit Pistons 94:98
Utah Jazz – Denver Nuggets 114:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert