Grindavík nálgast toppliðið

Grindavík er í öðru sæti deildarinnar eftir öruggan sigur.
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar eftir öruggan sigur. Ljósmynd/Karfan.is

Grindavík vann sannfærandi 84:69-útisigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Grindavík upp í 18 stig og er nú aðeins fjórum stigum frá toppliði Fjölnis auk þess að eiga leik til góða. 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik tók Grindavík völdin og sigldi öruggum sigri í höfn. Ólöf Rún Óladóttir skoraði 25 stig fyrir Grindavík og Hannah Cook skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Tessondra Williams var langbest hjá Tindastóli og skoraði 36 stig. 

Þór Akureyri er tveimur stigum á eftir Grindavík eftir 62:46-sigur á ÍR á heimavelli. Þórsarar voru yfir allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. 

Rut Herner Konráðsdóttir skoraði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Þór á meðan Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir skoraði 11 stig fyrir ÍR, sem er í 5. sæti með 10 stig. 

Njarðvík er í fjórða sæti með 14 stig eftir 66:60-sigur á Hamri á  heimavelli. Njarðvík var með níu stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og tókst Hamri ekki að jafna, þrátt fyrir fínan lokakafla. 

Kamilla Sól Viktorsdóttir skoraði 16 stig fyrir Njarðvík og Íris Ásgeirsdóttir skoraði 19 fyrir Hamar. Hamarskonur eru í botnsætinu með aðeins tvö stig. 

Þór Akureyri - ÍR 62:46

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 09. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 0:2, 8:4, 14:8, 20:13, 21:15, 23:18, 27:24, 33:25, 39:27, 40:29, 45:32, 50:34, 53:37, 58:37, 60:37, 62:46.

Þór Akureyri: Rut Herner Konráðsdóttir 21/12 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir 11, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 10/12 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 1/7 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 16 í sókn.

ÍR: Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 8/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 4, Kristín Rós Sigurðardóttir 4, Bylgja Sif Jónsdóttir 4/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 4/5 stolnir, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3/4 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 3/5 fráköst, Guðrún Eydís Arnarsdóttir 3, Sigríður Antonsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 75

Njarðvík - Hamar 66:60

Ljónagryfjan, 1. deild kvenna, 09. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:0, 2:0, 5:4, 16:6, 18:15, 20:20, 29:24, 31:24, 37:29, 38:32, 41:37, 47:38, 53:39, 59:41, 65:52, 66:60.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 16/7 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 11, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Helena Rafnsdóttir 2/4 fráköst/3 varin skot, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 13/5 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Una Bóel Jónsdóttir 9, Perla María Karlsdóttir 6, Birgit Ósk Snorradóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Jón Svan Sverrisson, Bjarki Kristjansson.

Áhorfendur: 50

Tindastóll - Grindavík 69:84

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 09. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:0, 7:2, 14:10, 16:17, 21:24, 25:32, 25:35, 31:35, 37:41, 37:46, 47:54, 50:58, 51:62, 59:69, 64:74, 69:84.

Tindastóll: Tessondra Williams 36/8 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir 15, Kristín Halla Eiríksdóttir 4/9 fráköst, Erna Rut Kristjánsdóttir 4/6 fráköst, Valdís Ósk Óladóttir 4, Eva Rún Dagsdóttir 4, Hildur Heba Einarsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 25, Hannah Louise Cook 18/11 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/5 fráköst, Elsa Albertsdóttir 3/8 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 3, Andra Björk Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Hjörleifur Ragnarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert