Haukur stigahæstur í dýrkeyptu tapi

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson Ljósmynd/Nanterre92.com

Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans hjá Nanterre máttu þola svekkjandi 87:81-tap fyrir Dijon í efstu deild Frakklands í körfubolta í kvöld. Nanterre mistókst að fara upp í annað sæti deildarinnar og er þess í stað í fimmta sæti með 24 stig. 

Haukur átti góðan leik fyrir Nanterre og var stigahæstur með 20 stig. Hann nýtti átta af níu skotum sínum í leiknum og þar af fjögur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Haukur tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 25 mínútum. 

mbl.is