Hildur stigahæst í enn einum sigrinum

Hildur Björg Kjartansdóttir er að gera góða hluti á Spáni.
Hildur Björg Kjartansdóttir er að gera góða hluti á Spáni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Björg Kjartansdóttir og samherjar hennar hjá spænska liðinu Celta Zorka unnu sinn sautjánda sigur í röð í B-deildinni í körfubolta í gær er liðið vann 67:63-útisigur á Patatas Hijolusa. 

Hildur átti góðan leik fyrir Celta og skoraði 18 stig og var stigahæst í sínu liði. Hún tók auk þess þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu. 

Celta er í toppsæti deildarinnar með 34 stig, fullt hús stiga eftir 17 leiki og er liðið með þriggja stiga forskot á Ardoi sem er í öðru sæti. 

mbl.is