Spilar kveðjuleikinn í 100. landsleiknum

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Arnór Stefánsson leikur sinn 100. landsleik og jafnframt þann síðasta með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Portúgölum í forkeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni 21. þessa mánaðar.

Körfuknattleikssamband Íslands greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Jón Arnór er 36 ára gamall og leikur með Íslandsmeisturum KR og er af flestum talinn besti körfuknattleiksmaður Íslands frá upphafi.

mbl.is