Þór náði sex stiga forskoti

Pálmi Geir Jónsson átti mjög góðan leik.
Pálmi Geir Jónsson átti mjög góðan leik. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Þór Akureyri er með sex stiga forskot á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir sannfærandi 99:81-útisigur á Sindra í kvöld. Þórsarar voru sterkari allan leikinn og staðan í hálfleik var 50:42. 

Pálmi Geir Jónsson átti glæsilegan leik fyrir Þór og skoraði 35 stig og tók 10 fráköst og Larry Thomas bætti við 31 stigi og 16 fráköstum. Kristján Pétur Andrésson kom sterkur af bekknum og skoraði 15 stig. Matic Macek var stigahæstur hjá Sindra með 25 stig. 

Með sigrinum fór Þór upp í 28 stig, en Höttur er í öðru sæti með 22 stig, eins og Fjölnir sem er í þriðja sæti. Þar á eftir koma Vestri og Hamar með 20 stig. Efsta sæti deildarinnar fer beint upp í efstu deild og 2.-5. sæti keppa um síðasta sætið í umspili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert