Gaman að sjá einvígi Ægis og Elvars

Elvar Már Friðriksson er í lykilhlutverki hjá Njarðvík.
Elvar Már Friðriksson er í lykilhlutverki hjá Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg

Njarðvík er næstsigursælasta liðið í sögu bikarkeppni karla í körfubolta og getur unnið sinn 9. bikarmeistaratitil í dag en Stjarnan hefur unnið alla þrjá titla sína á síðasta áratug, eftir að Njarðvík landaði síðast titli. Liðin, sem eru efst í úrvalsdeildinni í vetur, mætast í bikarúrslitaleik kl. 16.30 í Laugardalshöll í dag.

„Ég held að þetta verði jafn leikur allan tímann og að úrslitin ráðist bara á síðustu mínútunni. Njarðvík er kannski með „dýpri“ hóp en bæði liðin eru mjög sterk og styttra síðan Stjörnumenn voru í þessum sporum. Þetta verður mjög jafnt og eitt skot til eða frá gæti ráðið úrslitum,“ ssegir Kristófer Acox, leikmaður KR. Stjörnumenn hafa unnið 13 sigra í röð, í deild og bikar:

„Þeir eru að spila mjög góðan liðsbolta, þar sem allir eru á sömu blaðsíðu og vita sitt hlutverk. Þeir hafa smollið mjög vel saman á gólfinu og ekki vantar upp á hæfileikana hjá leikmönnunum,“ segir Kristófer, en Njarðvík er þó efst í úrvalsdeildinni:

Sjá greinina í heild og umfjöllun um bikarúrslitin í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert