Valur er með sterkasta hópinn í ár

Helena Sverrisdóttir hefur breytt Valsliðinu umtalsvert.
Helena Sverrisdóttir hefur breytt Valsliðinu umtalsvert. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur eða Stjarnan mun vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í körfubolta kvenna í dag en liðin mætast kl. 13.30 í Laugardalshöll.

„Ég hugsa að leikurinn byrji mjög jafn og að Stjarnan standi mjög vel í Val fram í 3. leikhluta, en að þá sígi Valur fram úr. Valur er bara með sterkasta hópinn í ár og ég held að Stjarnan eigi því miður ekki möguleika í 40 mínútna leik við þær, ekki frekar en við á miðvikudaginn. Valskonur eiga það sterka leikmenn, geta skipt vel inn á og ég held að Valur vinni með að minnsta kosti 10 stiga mun,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, sem Morgunblaðið fékk til þess að spá í spilin.

Skammt er síðan Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni í deildarleik, og með Helenu Sverrisdóttur innanborðs hefur liðið verið á miklu flugi síðustu vikur og mánuði.

Sjá greinina í heild og umfjöllun um bikarúrslitaleikina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert