Tróð yfir Shaquille O'Neal

Hamidou Diallo treður yfir Shaq.
Hamidou Diallo treður yfir Shaq. AFP

Hamidou Diallo, leikmaður Oklahoma City Thunder, bar sigur úr býtum í troðslukeppni NBA-deildarinnar í nótt. Diallo vann eftir harða keppni við Dennis Smith, leikmann New York Knicks. 

Diallo stal senunni er hann stökk yfir Shaquille O'Neal, sem er 216 sentimetrar, og tróð með miklum tilþrifum. Hann reif svo treyjuna sína og var í Superman-bol innan undir. 

Joe Harris, leikmaður Brooklyn Nets vann óvæntan sigur í þriggja stiga keppninni eftir slag við Stephen Curry, en Curry er af mörgum talinn ein besta þriggja stiga skytta í sögu NBA-deildarinnar. 

Jayson Tatum hjá Boston Celtics vann svo hæfileikakeppnina eftir sigur á Trae Young í úrslitum. Stjörnuleikur NBA fer fram í nótt, þar sem úrvalslið Vesturdeildarinnar mætir úrvalsliði Austurdeildarinnar. 

mbl.is