Allt annað en leiðinlegur

Arnar Guðjónsson og Ægir Þór Steinarsson fallast í faðma eftir …
Arnar Guðjónsson og Ægir Þór Steinarsson fallast í faðma eftir að Stjarnan varð bikarmeistari um helgina. mbl.is/Eggert

Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni til sigurs í Geysis-bikarkeppni karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Arnar tók við liði Stjörnunnar síðasta sumar og landaði nú sínum fyrsta bikar í stærstu keppnunum hérlendis.

Blaðamaður á Morgunblaðinu hafði á orði í gær að Arnar væri eins konar huldumaður í körfuboltanum, í það minnsta í einhverjum skilningi. Var þar átt við að þegar Arnar kom inn í þjálfarateymi karlalandsliðsins árið 2014 var hann lítt þekktur í íslensku íþróttalífi. Af meistaraflokksþjálfara að vera er Arnar auk þess í yngri kantinum, 33 ára.

„...hef ég mikla trú á Arnari Guðjónssyni þjálfara. Gaman verður fyrir hann að sanna sig almennilega hérna heima,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í Morgunblaðinu áður en Íslandsmótið fór af stað en hann starfaði með Arnari í mörg ár í íslenska landsliðinu. Þar reyndist Finnur sannspár og sendi hann Arnari kveðjur á Twitter þegar bikarinn var farinn í Garðabæinn á laugardagskvöldið: „Virkilega flottur og vel útfærður bikarsigur hjá Stjörnunni. Minn maður Arnar að þagga niður í ansi mörgum efasemdarmönnum, fagnar þessu eflaust í kvöld með soðinni ýsu, smjöri og aukaskammti af kartöflum og kannski eins og einum bauk. Til hamingju Stjarnan.“

Ítarlega er farið yfir feril Arnars í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert