„Lífið heldur áfram“

Martin Hermannsson verður á ferðinni með íslenska landsliðinu annað kvöld.
Martin Hermannsson verður á ferðinni með íslenska landsliðinu annað kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fékk tækifæri á dögunum til þess að spila úrslitaleik í Þýskalandi. Lið hans Alba Berlín komst í úrslit bikarkeppninnar og fór leikurinn fram á sunnudaginn. Bamberg sigraði þar Alba Berlín með aðeins eins stigs mun. Niðurstaðan var eins súr og hún getur orðið fyrir Martin og samherja hans því sigurkarfan kom eftir þriggja stiga skot þegar 2,5 sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn Bamberg tók liðið þriggja stiga skot en hitti ekki. Í framhaldinu var barist um boltann en hann endaði hjá leikmanni Bamberg sem tryggði sigurinn. Bamberg fékk því tvær tilraunir í síðustu sókninni.

„Eftir að við skoruðum okkar síðustu körfu sá maður sigurinn í vændum. Í lokin var auk þess mikill barningur áður en boltinn endaði í þeirra höndum. Við vorum þrír úr mínu liði sem náðum að snerta boltann í þessum barningi. Þá riðlaðist vörnin og andstæðingurinn var galopinn til að taka síðasta skotið,“ sagði Martin þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. 

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert