Ákvörðunin um að snúa aftur var frekar þægileg

Michael Craion eygir körfuna en Aleks Simeonov reynir að loka ...
Michael Craion eygir körfuna en Aleks Simeonov reynir að loka leið hans að henni. mbl.is/​Hari

Bandaríski miðherjinn Michael Craion hjá Keflavík er sá leikmaður sem Morgunblaðið setur kastljósið á eftir febrúarmánuð í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Lið Keflavíkur er í baráttunni um að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni en er sem stendur í 3.-4. sæti með 24 stig eins og Tindastóll. Hefur liðið unnið 2/3 af sínum leikjum eða tólf af átján en liðið var farsælt í febrúar og vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum.

„Ég tel að við getum spilað mun betur vegna þess að við erum með góða leikmenn. Við höfum tapað leikjum í vetur sem mér fannst að við ættum að vinna. Við þurfum að laga ákveðna þætti en ég er spenntur að sjá á hvaða nótum við munum ljúka deildakeppninni,“ sagði Craion og bendir á að þegar í úrslitakeppnina sé komið taki Íslandsmótið á sig nýja mynd. „Já þá hefst eiginlega ný keppni og allir gefa aðeins meira í. Í úrslitakeppninni er spilaður áhugaverður og spennandi körfubolti.“

Þegar Craion er beðinn um að bera saman íslensku deildina nú og þegar hann lék hér á árunum 2014-2017 þá segir hann fjölgun erlendra leikmanna vera mest áberandi.

Sjá viðtal við Craion í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er birt úrvalslið febrúarmánaðar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »