Ákvörðunin um að snúa aftur var frekar þægileg

Michael Craion eygir körfuna en Aleks Simeonov reynir að loka …
Michael Craion eygir körfuna en Aleks Simeonov reynir að loka leið hans að henni. mbl.is/​Hari

Bandaríski miðherjinn Michael Craion hjá Keflavík er sá leikmaður sem Morgunblaðið setur kastljósið á eftir febrúarmánuð í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Lið Keflavíkur er í baráttunni um að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni en er sem stendur í 3.-4. sæti með 24 stig eins og Tindastóll. Hefur liðið unnið 2/3 af sínum leikjum eða tólf af átján en liðið var farsælt í febrúar og vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum.

„Ég tel að við getum spilað mun betur vegna þess að við erum með góða leikmenn. Við höfum tapað leikjum í vetur sem mér fannst að við ættum að vinna. Við þurfum að laga ákveðna þætti en ég er spenntur að sjá á hvaða nótum við munum ljúka deildakeppninni,“ sagði Craion og bendir á að þegar í úrslitakeppnina sé komið taki Íslandsmótið á sig nýja mynd. „Já þá hefst eiginlega ný keppni og allir gefa aðeins meira í. Í úrslitakeppninni er spilaður áhugaverður og spennandi körfubolti.“

Þegar Craion er beðinn um að bera saman íslensku deildina nú og þegar hann lék hér á árunum 2014-2017 þá segir hann fjölgun erlendra leikmanna vera mest áberandi.

Sjá viðtal við Craion í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er birt úrvalslið febrúarmánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert