Fjölnir vann toppslaginn

Fjölniskonur voru sterkari í toppslagnum.
Fjölniskonur voru sterkari í toppslagnum. Ljósmynd/Karfan.is

Fjölnir hafði betur gegn Grindavík í toppslag 1. deildar kvenna í körfubolta í dag, 89:70. Með sigrinum náði Fjölnir sex stiga forskoti á toppi deildarinnar. Staðan í hálfleik var 38:36, en Fjölniskonur voru sterkari í seinni hálfleik. 

Brandi Buie skoraði 30 stig fyrir Fjölni og tók 14 fráköst og Hannah Cook skoraði 28 stig fyrir Grindavík. Fjölnir er með 26 stig í toppsætinu og Grindavík í öðru sæti með 20 stig. 

Þór Akureyri kemur þar fyrir aftan með 18 stig eftir 64:54-sigur á Njarðvík á heimavelli í dag. Þórsarar voru yfir nánast allan leikinn og var sigurinn nokkuð öruggur. Karen Lind Helgadóttir skoraði 13 stig fyrir Þór og Erna Freydís Traustadóttir gerði 17 fyrir Njarðvík. 

Á Sauðárkróki hafði ÍR betur á móti Tindastóli, 74:65. Nína Jenný Kristjánsdóttir skoraði 16 stig fyrir ÍR og Marín Lind Ágústsdóttir skoraði 23 fyrir Tindastól. 

Þór Akureyri - Njarðvík 64:54

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 23. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 3:5, 10:7, 17:10, 19:16, 25:18, 30:27, 36:30, 38:31, 40:37, 41:40, 46:40, 51:48, 55:48, 55:50, 60:51, 64:54.

Þór Akureyri: Karen Lind Helgadóttir 13/4 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 13/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/13 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 10/3 varin skot, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 8/14 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 4, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 4/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 23 í sókn.

Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 17/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 13, Vilborg Jónsdóttir 13/6 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 60

Tindastóll - ÍR 65:74

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 23. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:6, 12:8, 19:12, 22:16, 25:22, 31:24, 38:26, 40:28, 42:35, 45:38, 51:42, 53:48, 53:53, 61:63, 63:68, 65:74.

Tindastóll: Marín Lind Ágústsdóttir 23/4 fráköst, Tessondra Williams 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Rún Dagsdóttir 9, Valdís Ósk Óladóttir 9, Karen Lilja Owolabi 3, Kristín Halla Eiríksdóttir 3/9 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 16/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 14/6 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 10/13 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 9, Arndís Þóra Þórisdóttir 8/6 stoðsendingar, Bylgja Sif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6/9 fráköst, Kristín Rós Sigurðardóttir 4.

Fráköst: 28 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Helgi Jónsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 123

Fjölnir - Grindavík 89:70

Dalhús, 1. deild kvenna, 23. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 8:2, 10:6, 12:19, 18:21, 21:23, 29:33, 34:36, 38:36, 42:41, 47:48, 59:51, 66:59, 71:64, 78:65, 82:67, 89:70.

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 30/14 fráköst/8 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 25, Fanndís María Sverrisdóttir 10, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 9/10 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 8, Margret Osk Einarsdottir 3, Erla Sif Kristinsdóttir 2/7 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík: Hannah Louise Cook 28/8 fráköst/7 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 14, Ingibjörg Jakobsdóttir 14/7 fráköst, Hrund Skúladóttir 7/5 stoðsendingar, Andra Björk Gunnarsdóttir 4, Angela Björg Steingrímsdóttir 3.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert