Jón Axel fyrstur frá 1973

Jón Axel Guðmundsson (3) sýnir glæsilega varnartilburði í leik með ...
Jón Axel Guðmundsson (3) sýnir glæsilega varnartilburði í leik með Davidson. AFP

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik í nótt þegar lið hans, Davidson, sigraði Rhode Island í hörkuleik, 75:66, í bandarísku háskóladeildinni.

Jón Axel náði þrefaldri tvennu og samkvæmt karfan.is er þetta fyrsta þrennan sem leikmaður Davidson nær frá árinu 1973.

Hann skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Davidson er í öðru sæti í Atlantic-deildinni með 74,1 prósent sigurhlutfall, örstutt á eftir toppliði VCU Rams.

mbl.is