Ívar hættir með Haukana

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. mbl.is/Eggert

Ívar Ásgrímsson mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfuknattleik eftir tímabilið en hann staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Ívar hefur stýrt Haukaliðinu frá árinu 2011 og hann var einnig þjálfari liðsins á árunum 1991-2001. Undir hans stjórn léku Haukarnir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið 2016 en töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitaeinvíginu.

Ívar hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir undankeppni Evrópukeppninnar í nóvember en hann tók við þjálfun þess árið 2014.

Ívar er þó ekkert á þeim buxunum að hætta í þjálfun en hann sagði í samtali við mbl.is að hann ætli sér að halda áfram að þjálfa á næstu leiktíð.

Haukar eru í 9. sæti í Dominos-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir og halda því enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina. Þeir eru tveimur stigum á eftir ÍR-ingum og eiga eftir að mæta Þór Þorlákshöfn á útvelli og Stjörnunni á heimavelli.

mbl.is