Stjarnan komin með tvo titla

Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar með bikarinn í leikslok á Ásvöllum …
Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar með bikarinn í leikslok á Ásvöllum í kvöld og félagar hans fagna deildarmeistaratitlinum. mbl.is/Eggert

Stjarnan varð í kvöld deildarmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni en liðið tryggði sér titilinn með því að leggja Hauka að velli á Ásvöllum í lokaumferðinni, 107:76.

Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í síðasta mánuði og eru því handhafar tveggja titla, og stefna nú á þann stærsta í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Þar hefja þeir keppni á að mæta Grindavík í átta liða úrslitunum en Grindvíkingar höfnuðu í áttunda sæti deildarinnar.

Haukar voru úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en gáfu Stjörnunni góða keppni í fyrri hálfleik í kvöld og staðan að honum loknum var aðeins 47:46 Stjörnunni í vil. Haukar komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks en þá spyrntu Stjörnumenn við fótum og þeir skoruðu á endanum 30 stig í 3. leikhluta, og voru 77:61 yfir að honum loknum. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi.

Haukar - Stjarnan 76:107

<p>Schenker-höllin, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.</p>

Gangur leiksins:: 3:8, 9:14, 15:18, 19:25, 25:32, 35:39, 40:43, 46:47, 53:56, 58:65, 61:68, 61:77, 63:79, 70:89, 74:98, 76:107.

Haukar: Hjálmar Stefánsson 19/7 fráköst, Russell Woods Jr. 16, Hilmar Smári Henningsson 16/6 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 15/6 stoðsendingar, Kjartan Helgi Steinþórsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 4/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 1/5 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Stjarnan: Antti Kanervo 28, Brandon Rozzell 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 10/13 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 10/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 8/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Ágúst Angantýsson 6, Ægir Þór Steinarsson 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 5/6 stoðsendingar, Ingimundur Orri Jóhannsson 3, Filip Kramer 3.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 300

Haukar 76:107 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is