„Glerökkli“ gaf sig hjá fyrrverandi Íslandsmeistara

Jón Orri Kristjánsson í leik með Stjörnunni gegn Keflavík.
Jón Orri Kristjánsson í leik með Stjörnunni gegn Keflavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Orri Kristjánsson fyrrverandi Íslandsmeistari með KR meiddist illa í leik með KR-b gegn ÍA í 2. deildinni. Jón fór úr ökklalið og myndir sem birtar voru hjá staðarmiðlinum Skagafréttum sýna alvarleika málsins en svo vill til að Jón er Skagamaður og var því að leika gegn uppeldisfélagi sínu. 

Jón lék síðast í fyrra af einhverri alvöru í 1. deildinni og þá einmitt með ÍA en dró fram skóna til að spila með KR-b í vetur og dró það dilk á eftir sér. 

Jón Orri er léttur í lund í spjalli sínu við Skagafréttir og gerir ekki of mikið úr stöðunni en tekur þó fram að meiðsli sem þessi séu á vissan hátt óvenjuleg og læknarnir viti ekki nákvæmlega hvernig best sé að bregðast við. Jón segist jafnframt vera með „glerökkla“.

Jón Orri lék með ÍA, Þór Akureyri, KR og Stjörnunni. Varð hann Íslandsmeistari með KR 2011 og 2014 og bikarmeistari með KR 2011 og Stjörnunni 2015. 

Umfjöllun og myndir Skagafrétta

mbl.is