Craion besti leikmaður vetrarins

Michael Craion
Michael Craion mbl.is/Hari

Michael Craion, bandaríski leikmaðurinn í liði Keflavíkur, var besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfuknattleik keppnistímabilið 2018-19, að mati Morgunblaðsins.

Craion átti mjög jafna og góða frammistöðu með Keflavíkurliðinu allt tímabilið. Hann var oftast allra valinn í lið mánaðarins hjá Morgunblaðinu, var í fimm manna úrvalsliðinu í fjögur skipti af sex, í desember, janúar, febrúar og mars, og var líka í tólf manna hópnum sem blaðið valdi í október. Hann var valinn besti leikmaður febrúarmánaðar hjá Morgunblaðinu og besti erlendi leikmaðurinn í desembermánuði. Þá tók Craion næstflest fráköst (221) allra leikmanna í deildinni, var þriðji stigahæstur (478) og varð í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar (110). Hann fékk flest framlagsstig (629) af öllum leikmönnum deildarinnar 2018-19.

Craion, sem er 29 ára gamall, fæddur í Pennsylvaníu og reyndi fyrir sér í nýliðavali NBA árið 2012, sneri aftur til Íslands í haust en hann lék með Keflavík 2012-2014 og með KR 2014-16. Í millitíðinni spilaði hann með frönsku C-deildarliðunum Lorient og Saint-Vallier.

Umfjöllunina í heild sinni og lið vetrarins er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert