Stjarnan 1:0 yfir eftir baráttuleik

Arnþór Freyr Guðmundsson, Stjörnunni sækir á Grindvíkinginn Ingva Þór Guðmundsson ...
Arnþór Freyr Guðmundsson, Stjörnunni sækir á Grindvíkinginn Ingva Þór Guðmundsson í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bikar- og deildameistarar Stjörnunnar eru 1.0 yfir gegn Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 89:80 sigur í Ásgarði í kvöld. Grindavík hafnaði í áttunda sæti Dominos-deildarinnar en sýndi að liðið getur gert þessa rimmu spennandi. 

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit en næsti leikur verður í Grindavík. 

Að loknum fyrri hálfleik var staðan 47:36 og hafði Stjarnan góð tök á leiknum. Liðið lék vel bæði í vörn og sókn og útlit var fyrir að Grindvíkingar myndu eiga erfitt kvöld. Á lokasekúndu fyrri hálfleiks setti Ólafur Ólafsson niður þriggja stiga skot fyrir framan stuðningsmenn Grindavíkur við mikinn fögnuð. 

Þótt hléið kæmi í millitíðinni þá breytti þessi karfa stemningunni hjá Grindavík. Liðið fór nánast á kostum í þriðja leikhluta og skoraði þá 30 stig. Leikmenn liðsins fóru að sulla niður þristum og hleyptu öllu í bál og brand í Ásgarði. Deildarmeistararnir áttu fremur erfitt með að bregðast við en höfðu nauma forystu í nokkurn tíma. 

Í fjórða leikhluta náði Lewis Clinch að koma Grindavík yfir með þriggja stiga skoti og hafði Grindavík þá eins stigs forskot. En Brandon Rozzell svaraði því með sjö stigum í röð og kom Stjörnunni þá í 82:76. Grindavík minnkaði muninn niður í þrjú stig en komst ekki lengra og Garðbæingar sigldu sigrinum nokkuð örugglega heim á síðustu tveimur mínútunum. 

Stjarnan - Grindavík 89:80

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 21. mars 2019.

Gangur leiksins:: 8:3, 15:8, 17:13, 24:18, 30:23, 37:23, 45:29, 47:33, 53:44, 58:51, 63:61, 69:66, 75:73, 82:76, 84:79, 89:80.

Stjarnan: Brandon Rozzell 21/5 stoðsendingar, Antti Kanervo 19/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 11/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Filip Kramer 4/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 2 í sókn.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jordy Kuiper 19/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 3.

Fráköst: 16 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 685

Stjarnan 89:80 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is