KR fagnaði sigri í Keflavík

Kristófer Acox úr KR og Gunnar Ólafsson úr Keflavík.
Kristófer Acox úr KR og Gunnar Ólafsson úr Keflavík. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar KR hafa náð sér í heimavallarrétt í einvíginu  gegn Keflavík með 77:76 sigri í Keflavík í kvöld. Um var að ræða fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. 

Leikurinn vægast sagt sveiflukenndur en KR leiddu í leikhléi. KR komust mest í 15 stiga forskot í fyrri hálfleik, forskot sem að Keflavík nagaði hægt og bítandi niður í gegnum leikinn og jafnt var á tölum á lokamínútum leiksins.  Það var svo Jón Arnór Stefánsson sem setti niður sigurþrist leiksins þegar 18 sekúndur voru eftir.

Síðasta sókn Keflvíkinga rann út í sandinn þegar Michael Craion missti knöttinn í hendur KR og leiktíminn rann út.  Mindaugas Kacinas var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig en hjá KR var Julian Boyd með 33 stig. Næsti leikur liðanna verður á mánudag í DHL-höll KR-inga. 

Keflavík - KR 76:77

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 22. mars 2019.

Gangur leiksins:: 3:6, 9:11, 11:24, 12:29, 17:31, 23:37, 29:44, 39:46, 46:50, 49:53, 51:56, 56:63, 65:67, 67:70, 72:72, 76:77.

Keflavík: Mindaugas Kacinas 25/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 17/16 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 7, Ágúst Orrason 3, Reggie Dupree 3.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

KR: Julian Boyd 33/11 fráköst, Kristófer Acox 18/7 fráköst, Michele Christopher Di Nunno 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9, Jón Arnór Stefánsson 6.

Fráköst: 16 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 547

Keflavík 76:77 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert