Öruggt hjá Golden State

Nikola Jokic lék vel fyrir Denver Nuggets.
Nikola Jokic lék vel fyrir Denver Nuggets. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors voru sannfærandi í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar þeir tóku á móti Indiana Pacers í Kaliforníu. Golden State sigraði 112:89. 

DeMarcus Cousins var stigahæstur með 19 stig og tók 11 fráköst. Stjörnuleikmennirnir Kevin Durant og Stephen Curry voru rólegri en oft áður en skiluðu engu að síður 15 stigum hvor. 

Tyreke Evans skoraði mest hjá Indiana eða 20 stig sem unnið hefur fjörtíu og fjóra leiki á tímabilinu en Golden State fjörtíu og níu. 

Denver Nuggets hefur átt gott tímabil og unnið fjörtíu og átta leiki. Liðið vann í nótt Washington Wizards 113:108 á útivelli í höfuðborginni og var það fimmti sigurinn í röð. Serbinn Nikola Jokic skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Denver. 

Úrslit: 

Charlotte - Minnesota 113:106

Washington - Denver 108:113

Atlanta - Utah 117:114

Phoenix - Detroit 98:118

Sacramento - Dallas 116:110

Golden State - Indiana 112:89

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert