Tindastóll í forystu eftir mikla spennu

Pétur Rúnar Birgisson átti mjög góðan leik.
Pétur Rúnar Birgisson átti mjög góðan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll er kominn yfir í einvíginu sínu við Þór Þ. í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta eftir 112:105-sigur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum í kvöld. 

Gestirnir í Þór byrjuðu mun betur og hittu afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Eftir fjórar mínútu var staðan 13:2, Þór í vil. Nikolas Tomsick var að hitta sérstaklega vel fyrir utan þriggja stiga línuna. 

Þór var með 33:23-forskot eftir fyrsta leikhlutann og gestirnir bættu í það snemma í öðrum leikhluta og var staðan 43:30 þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Þá kom góður kafli hjá Tindastóli og nýtingin þeirra fyrir utan batnaði töluvert. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö stig, 55:53. 

Tindastóll komst yfir snemma í seinni hálfleik, 59:57, og var það í fyrsta skipti sem heimamenn voru yfir. Á næstu mínútum skiptust liðin á að komast yfir í jöfnum og skemmtilegum leik. Að lokum voru það gestirnir sem voru yfir eftir leikhlutann, 83:79, eftir að Nikolas Tomsick skoraði glæsilegan flautuþrist í lok þriðja leikhlutans. 

Tindastóll byrjaði hins vegar betur í fjórða leikhluta betur og með glæsilegri nýtingu komust heimamenn fjórum stigum yfir, þegar fimm mínútur voru eftir, 96:92. Gestirnir náðu að jafna í 102:102, en Tindastóll var sterkari á lokakaflanum og sigldi góðum heimasigri í hús. 

Tindastóll - Þór Þ. 112:105

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 22. mars 2019.

Gangur leiksins:: 0:5, 6:13, 16:23, 23:33, 28:41, 36:43, 44:49, 53:55, 59:59, 69:66, 71:71, 79:83, 92:92, 99:94, 102:100, 112:105.

Tindastóll: Philip B. Alawoya 27/4 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 24/7 fráköst/10 stoðsendingar, Danero Thomas 19/12 fráköst/5 stoðsendingar, Dino Butorac 18, Brynjar Þór Björnsson 11, Viðar Ágústsson 6, Friðrik Þór Stefánsson 4, Axel Kárason 3.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 39/7 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 18/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 15/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 11/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 561

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Tindastóll 112:105 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is