Fjölnir vann fyrsta leikinn

Fjölnir vann fyrsta leikinn í kvöld.
Fjölnir vann fyrsta leikinn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir lagði Njarðvík að velli, 73:60, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Dalhúsum í Grafarvoginum.

Fjögur efstu lið deildarinnar leika til úrslita um eitt sæti í úrvalsdeild en Grindavík vann fyrsta leik í hinu einvíginu, gegn Þór Akureyri.

Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta, 20:14, en Fjölniskonur voru fljótar að snúa taflinu við og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Fjölnir - Njarðvík 73:60

Dalhús, 1. deild kvenna, 23. mars 2019.

Gangur leiksins:: 3:5, 4:10, 6:18, 14:20, 22:20, 25:29, 29:29, 31:32, 37:36, 42:42, 51:47, 58:47, 64:49, 73:55, 73:57, 73:60.

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 26/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 17/8 stolnir, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 14/10 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 6/8 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 4/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 1/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 14/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 10, Vilborg Jónsdóttir 6/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4/9 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir 3/4 fráköst, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ingi Björn Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is