Grindavík einum sigri frá úrslitum

Grindavík gæti mætt Fjölni í úrslitum.
Grindavík gæti mætt Fjölni í úrslitum. Ljósmynd/Karfan.is

Grindavík er einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta eftir 85:61-sigur á útivelli gegn Þór Akureyri í kvöld. Grindavík hefur unnið báða leiki liðanna í einvíginu til þessa. 

Grindavík lagði grunninn að sigrinum með glæsilegum öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 41:25. Þór var ekki nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik og var sigurinn sannfærandi. 

Hannah Cook skoraði 21 stig fyrir Grindavík og Hrund Skúladóttir gerði 17 stig og tók tíu fráköst. Hrefna Ottósdóttir skoraði 21 stig fyrir Þór og Karen Lind Helgadóttir skoraði ellefu stig. 

Liðin mætast í Grindavík á fimmtudaginn kemur og mætir Grindavík annaðhvort Fjölni eða Njarðvík í úrslitum, takist liðinu að bera sigur úr býtum. 

Þór Akureyri - Grindavík 61:85

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 25. mars 2019.

Gangur leiksins:: 2:12, 8:12, 8:13, 11:14, 11:23, 13:30, 20:38, 25:41, 30:46, 34:51, 36:58, 39:66, 42:71, 49:76, 49:79, 61:85.

Þór Akureyri: Hrefna Ottósdóttir 21, Karen Lind Helgadóttir 11/5 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 10/13 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 8/6 fráköst/6 stoðsendingar, Særós Gunnlaugsdóttir 4, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 3/7 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 2, Marta Bríet Aðalsteinsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 17 í sókn.

Grindavík: Hannah Louise Cook 21, Hrund Skúladóttir 17/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 11, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Ólöf Rún Óladóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2/9 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Helgi Jónsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 60

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert