KR vann Keflavík aftur

KR-ingurinn Björn Kristjánsson sækir að Gunnari Ólafssyni, leikmanni Keflavíkur, í …
KR-ingurinn Björn Kristjánsson sækir að Gunnari Ólafssyni, leikmanni Keflavíkur, í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR fékk Keflavík í heimsókn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Frostaskjóli í kvöld og sigraði 86:77. KR er þar af leiðandi með 2:0-forskot í rimmunni eftir 77:76-sigur er liðin mættust í Keflavík á föstudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. 

Keflvíkingar byrjuðu mun betur í kvöld og voru frískir í fyrsta leikhlutanum. Þá náði Keflavík ellefu stiga forskoti en KR-ingar nöguðu það niður í fyrsta og í öðrum leikhluta og komust yfir. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 45:39 fyrir KR. 

Í þriðja leikhluta spiluðu Íslandsmeistararnir mjög sterka vörn og þá komst Keflavík lítt áleiðis. Lögðu KR-ingar þá grunninn að sigrinum og í upphafi fjórða leikhluta náðu þeir mest sextán stiga forskoti.  

Keflvíkingar mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og reyndu hvað þeir gátu en á lokamínútunum var munurinn einfaldlega of mikill eða iðulega í kringum tíu stig. Keflavík náðu aldrei nógu sterku áhlaupi til þess að vinna þann mun upp. 

Vert er að geta þess að Keflavík spilaði án Mindaugas Kacinas í leiknum en hann glímir við bakmeiðsli en hann spilaði virkilega vel í fyrsta leik liðanna. 

KR er þá 2:0 yfir í rimmunni og þarf að vinna einn til viðbótar til að komast í undanúrslitin. Næsti leikur er í Keflavík en Keflvíkingar eiga heimaleikjaréttinn ef til oddaleiks kemur. Þeir enduðu í 4. sæti í Dominos-deildinni en KR í 5. sæti. 

KR - Keflavík 86:77

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 25. mars 2019.

Gangur leiksins:: 4:5, 8:16, 13:20, 17:22, 20:25, 28:30, 35:35, 45:39, 51:41, 53:47, 57:47, 63:52, 69:57, 75:62, 80:70, 86:77.

KR: Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Julian Boyd 21/6 fráköst, Kristófer Acox 16/10 fráköst/5 stolnir, Michele Christopher Di Nunno 15/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Jón Arnór Stefánsson 5/8 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 21/5 stoðsendingar, Michael Craion 21/17 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Gunnar Ólafsson 16/8 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 6, Guðmundur Jónsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 800

KR 86:77 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert