Öruggt hjá Tindastóli í Þorlákshöfn

Pétur Rúnar Birgisson skoraði tólf stig.
Pétur Rúnar Birgisson skoraði tólf stig. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tindastóll er kominn í lykilstöðu í einvígi sínu gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 87:73-sigur í Icelandic Glacier-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld en Tindastóll leiðir nú 2:0 í einvíginu.

Tindastóll byrjaði leikinn af miklum krafti, bæði í vörn og sókn, á meðan varnarleikur Þórsara var lítill sem enginn. Eftir fimm mínútna leik var munurinn á liðunum orðinn sjö stig og Stólarnir juku forskot sitt enn þá frekar undir lok fyrsta leikhluta og leiddu með fimmtán stigum að leikhlutanum loknum. Þórsarar komu ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta. Þeim tókst að minnka forskot Tindastóls niður í níu stig en Stólarnir skoruðu síðustu körfu annars leikhluta og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 43:32.

Þórsarar mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og söxuðu hægt og rólega á forskot Stólanna og var munurinn á liðunum sjö stig eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik. Þá vöknuði Stólarnir og náðu aftur fjórtán stiga forskoti en Þórsarar neituðu að gefast upp og þeim tókst að minnka muninn í sex stig í lok þriðja leikhluta. Davíð Arnar setti niður þriggja stiga körfu í upphafi fjórða leikhluta og minnkaði muninn í þrjú stig en lengra komust Þórsarar ekki. Stólarnir hittu úr hverju skotinu á fætur öðru og fögnuðu að lokum öruggum og nokkuð þægilegum sigri.

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í liði Þórsara með 20 stig, eitt frákast og fjórar stoðsendingar en hjá Stólunum var Philip B. Alawoya atkvæðamikill sem fyrr með 25 stig, sextán fráköst og þrjár stoðsendingar. Tindastóll er nú kominn í 2:0 í einvíginu og er í lykilstöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fer fram 28. mars á Sauðárkróki.

Þór Þ. - Tindastóll 73:87

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 25. mars 2019.

Gangur leiksins:: 2:6, 6:13, 11:19, 13:28, 18:32, 18:34, 28:40, 32:43, 38:46, 41:55, 46:56, 53:59, 59:65, 61:74, 65:84, 73:87.

Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 20, Kinu Rochford 16/11 fráköst, Nikolas Tomsick 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 11/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Emil Karel Einarsson 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Tindastóll: Philip B. Alawoya 25/16 fráköst, Danero Thomas 16/10 fráköst/5 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9, Dino Butorac 7, Friðrik Þór Stefánsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Hannes Ingi Másson 3, Brynjar Þór Björnsson 3/4 fráköst, Axel Kárason 3/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 527

Þór Þ. 73:87 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert