Aðeins hjörtu meistara ná að afreka slíkt

Borche Ilievski, þjálfari ÍR.
Borche Ilievski, þjálfari ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borche Ilievski, þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik, var að vonum ánægður og stoltur af sínu liði eftir frækinn sigur gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld.

„Leikskipulag okkar gekk upp meira og minna. Það var mikil orka í mínum strákum þetta kvöldið og þeir gerðu vel. Sóknarlega vorum við afslappaðir enda sagði ég þeim að ef þeir gæfu mér allt sitt í vörninni mættu þeir stýra sókninni að vild nánast,“ sagði Borche eftir leikinn.

ÍR eins og fyrr segir kom til baka úr nánast vonlausri stöðu og náði að sigra Njarðvíkinga í þremur leikjum í röð, eitthvað sem fáir bjuggust við. 

„Í kvöld urðum við að breyta leikskipulaginu örlítið þar sem að Hákon meiddist en fleiri mínútur fóru þá á Matthías og Kevin sem gerðu vel úr því.“

En hvað breyttist eftir leik númer tvö hjá ÍR-ingum?

„Við missum Kevin í leikbann og ég er viss um það að ef hann hefði verið með hefðum við klárað þetta einvígi fyrr. En hann kom til baka og svaraði kallinu eins vel og hægt var úr því sem komið var. Við komum til baka eftir að hafa verið undir 2:0 í einvíginu og aðeins hjörtu  meistara ná að afreka slíkt,“ sagði Borche að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert