Val Helenu val á meisturum

Helena Sverrisdóttir hefur þegar unnið tvo titla með Val í …
Helena Sverrisdóttir hefur þegar unnið tvo titla með Val í vetur. mbl.is/Hari

„Það var alveg vitað mál að það lið sem Helena myndi velja að fara í yrði langlíklegasta liðið til þess að taka titilinn. Ég held að það hefði ekki skipt neinu máli í hvaða lið hún hefði farið, það lið myndi sjálfsagt taka titilinn. Hún er bara það góð,“ segir Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.

Morgunblaðið fékk Ívar til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppni Dominos-deildarinnar sem hefst í kvöld þegar Keflavík og Stjarnan mætast. Á morgun hefst svo einvígi deildarmeistara Vals og KR. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Valur og Stjarnan stefna hvort um sig á fyrsta Íslandmeistaratitil sinn en Keflavík er sigursælust með 16 titla og KR hefur orðið meistari 14 sinnum.

„Valskonur hafa sýnt það í deildinni að þær eru sterkastar. Heather Butler hefur stigið betur og betur upp eftir jólafríið og verið stórkostleg í síðustu leikjum. Þær eru með Helenu, Bosman-leikmaðurinn þeirra [Simona Podesvova] spilar líka betur og betur, svo að þeirra helstu leikmenn spila mjög vel í augnablikinu. Þá verður þetta erfitt fyrir önnur lið,“ segir Ívar sem spáir Val 3:0-sigri í einvíginu við KR.

Hitt einvígið á milli Keflavíkur og Stjörnunnar hefst suður með sjó í kvöld.

Nánari upphitun fyrir úrslitakeppni kvenna má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert