Ingi Þór talaði DiNunno til

Michele DiNunno og Halldór Garðar Hermannsson mætast í Vesturbænum í …
Michele DiNunno og Halldór Garðar Hermannsson mætast í Vesturbænum í kvöld þegar KR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn. mbl.is/Haraldur Jónasson

Bakvörðurinn Michele DiNunno hefur vakið athygli í liði KR að undanförnu í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfuknattleik.

DiNunno kom til KR-inga í byrjun árs og hafði hægt um sig til að byrja með. Hann hefur nú skorað 20 stig eða meira í síðustu þremur leikjum og farinn að láta mikið til sín taka í vel mönnuðu liði meistaranna.

„Eftir nokkur símtöl þá kom KR inn á borð til mín. Ég var reyndar ekki á góðum stað því ég hafði glímt við meiðsli. Ég hafði í fjóra mánuði unnið í því að koma mér í gott ásigkomulag og var heima í Chicago þegar umboðsmaður minn sagði mér að lið á Íslandi vildi fá mig. Ég hafnaði því í fyrstu en Ingi (Þór Steinþórsson þjálfari KR) hringdi í mig í framhaldinu og honum tókst að telja mig á að koma. Saga KR og sigurhefð liðsins hafði mikið um það að segja. Á þessu stigi ferilsins hef ég ekki áhuga á því að fara til liðs sem er að berjast fyrir tilverurétti sínum í deild eða til liðs sem er í uppbyggingarferli. Ég hef upplifað það og á þessum aldri er það ekki skemmtilegt. Hjá KR er áherslan lögð á að vinna bikara og það er svolítið annað,“ sagði DiNunno en segir að sér hafi gengið illa til að byrja með hjá KR og ekki litist á blikuna um tíma.

Sjá viðtal við DiNunno í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert