Valur í úrslit annað árið í röð

Simona Podesvova úr Val með boltann í kvöld.
Simona Podesvova úr Val með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert

Valskonur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta annað árið í röð. Það varð ljóst eftir 84:81-sigur á KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í dag. Valur vann einvígið 3:1. Valskonur ætla sér skrefinu lengra í ár, eftir tap fyrir Haukum í úrslitum á síðasta ári. 

Valskonur byrjuðu virkilega vel og var ljóst að þær ætluðu að svara fyrir tapið í síðasta leik. Guðbjörg Sverrisdóttir byrjaði af krafti og eftir því sem leið á fyrri hálfleik voru Helena Sverrisdóttir og Heather Butler sterkar. 

KR gerði hins vegar vel í að hleypa Valskonum ekki of langt frá sér og tókst KR að jafna í upphafi seinni hálfleiks, 27:27. Kiana Johnson og Orla O'Reilly voru sérstaklega sterkar og hittu vel fyrir utan. Valskonur voru hins vegar sterkari síðari hluta annars leikhluta og var staðan í hálfleik 43:36. 

Valskonur voru fljótar að ná tíu stiga forskoti í seinni hálfleik og þrátt fyrir að KR hafi minnkaði muninn í fimm stig um miðjan þriðja leikhlutann, var forskot Vals ekki í töluverðri hættu. Alltaf höfðu Valskonur svar við árásum KR-inga og var staðan fyrir fjórða leikhlutann 67:55. 

KR byrjaði hins vegar af miklum krafti í fjórða leikhluta og með 11:0-kafla í byrjun hans breyttist staðan í 67:66. Stuttu seinna jafnaði KR í 74:74 og voru lokamínúturnar æsispennandi. Þar voru Valskonur hins vegar sterkari og fögnuðu sínum þriðja sigri í seríunni. 

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 14. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 5:8, 7:17, 16:22, 21:24, 27:31, 29:37, 34:41, 36:43, 42:51, 48:53, 52:59, 55:67, 66:68, 68:72, 76:77, 81:84.

KR: Vilma Kesanen 24/5 fráköst, Orla O'Reilly 22/9 fráköst, Kiana Johnson 21/13 fráköst/11 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 3, Unnur Tara Jónsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Heather Butler 28/6 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/4 fráköst, Simona Podesvova 5/6 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 125

KR 81:84 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert