Íslandsmeistararnir í úrslit

Michele Di Nunno og Halldór Garðar Hermannsson eru mikilvægir í …
Michele Di Nunno og Halldór Garðar Hermannsson eru mikilvægir í sínum liðum. mbl.is/Haraldur Jónasson

Íslandsmeistarar KR eru komnir áfram í úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 108:93-sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. KR vinnur því undanúrslitaeinvígi sitt gegn Þórsurum, samanlagt 3:1.

Vesturbæingar byrjuðu leikinn miklu betur og var munurinn á liðunum orðinn níu stig eftir fimm mínútna leik. Varnarleikur Þórsara var afar slakur og KR-ingar gengu á lagið. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22:34, KR í vil, og þeir héldu áfram að auka forskot sitt í upphafi annars leikhluta. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn allt í einu orðinn 16 stig og þá tók Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórsara leikhlé. Þeir náðu að laga stöðuna og KR leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 58:47.

KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu snemma sextán stiga forskoti. Þá vöknuðu Þórsarar af værum blundi og þeim tókst að minnka forskot Vesturbæinga í fimm stig með Ragnar Örn Bragason fremstan í flokki. Áhlaup Þórsara entist þó ekki lengi því KR var sterkari aðilinn undir lok þriðja leikhluta og leiddi með ellefu stigum að honum loknum, 84:73. Þórsurum tókst að minnka forskot Vesturbæinga í fimm stig í fjórða leikhluta en lengra komust Þórsarar ekki og KR fagnaði sigri.

Julian Boyd var atkvæðamestur í liði KR með 26 stig, ellefu fráköst og 2 stoðendingar og þá átti Jón Arnór Stefánsson mjög góðan leik og skoraði 18 stig og tók þrjú fráköst. Hjá Þórsurum var Nikolas Tomsick var stigahæstur með 30 stig og tíu stoðsendingar. Jaka Brodnik skoraði 18 stig og tók níu fráköst. KR mætir ÍR eða Stjörnunni í úrslitum en KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm ár í röð og fær nú tækifæri til þess að bæta þeim sjötta í röð í safnið.

Þór Þ. - KR 93:108

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 15. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 5:8, 10:19, 15:25, 22:34, 28:42, 30:45, 39:50, 47:58, 52:68, 60:68, 65:75, 73:84, 77:87, 82:89, 87:95, 93:108.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 30/10 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18/9 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst, Kinu Rochford 11/13 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 6/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

KR: Julian Boyd 26/11 fráköst, Björn Kristjánsson 19, Jón Arnór Stefánsson 18, Kristófer Acox 17/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 7, Michele Christopher Di Nunno 7/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 4, Orri Hilmarsson 2, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 631

Þór Þ. 93:108 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert