Golden State í vandræðum?

Kevin Durant reynir að komast framhjá Patrick Beverley í leiknum …
Kevin Durant reynir að komast framhjá Patrick Beverley í leiknum í nótt en tekst ekki. AFP

NBA-meistararnir í Golden State Warriors töpuðu í nótt á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar 131:135. 

Staðan í rimmu liðanna er nú 1:1 þegar þau færa sig til innan Kaliforníu og spila næstu tvo leiki í Los Angeles. Clippers getur því komið sér í góða stöðu á heimavelli ef liðið getur fylgt eftir ótrúlegri frammistöðu í nótt. 

LA Clippers vann upp þrjátíu og eins stigs mun í leiknum og er það met í úrslitakeppni NBA.

Lou Williams skoraði 36 stig fyrir Clippers og Danilo Gallinari sem lék með Ítölum gegn Íslandi á EM í Berlín skoraði 24 stig. 

Stephen Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og Kevin Durant 21 stig. 

Philadelphia 76ers skoraði 145 stig gegn Brooklyn Nets og sigraði 145:123. Staðan er einnig 1:1 í þeirri rimmu eftir tvo leiki í Philadelphiu. 

Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 23 stig en stigaskorið dreifðist mjög vel hjá liðinu. 

Spencer Dinwiddie skoraði 19 stig fyrir Brooklyn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert