Náði ekki að jafna við Jón

Martin Hermannsson í leik á móti Valencia.
Martin Hermannsson í leik á móti Valencia. ljósmynd/FIBA

Martin Hermannsson náði ekki að jafna afrek Jóns Arnórs Stefánssonar og vera í sigurliði í Evrópukeppni í körfuknattleik. Martin varð að sætta sig við silfurverðlaunin í Evrópubikarnum eftir að lið hans, Alba Berlín frá Þýskalandi, tapaði þriðja og síðasta úrslitaleiknum gegn Valencia á Spáni, 89:63, í gærkvöld.

Jón Arnór er þar með áfram eini Íslendingurinn sem hefur unnið Evrópumót félagsliða í íþróttinni. Það gerði hann vorið 2005 með rússneska liðinu Dinamo frá Pétursborg þegar það vann BC Kiev 85:74 í úrslitaleik Evrópudeildar FIBA.

Næsta verkefni Martins og félaga er toppslagurinn heima í Þýskalandi. Þar eru þeir í fjórða sæti sem stendur en eiga þrjá til fjóra leiki til góða á keppinautana vegna þess hve langt þeir fóru í Evrópubikarnum. Alba á enn tíu leikjum ólokið í deildinni en síðan taka við átta liða úrslitin um þýska meistaratitilinn.

Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson mbl.is/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »